Minkur!

 Við urðum fyrir því óláni í gær að minkur kom  í hænsnakofann.  Hallgrímur brást við eins og hann hefði fengið fræðslu um, hvernig börn eiga að bregðast við áreiti,....hann lét einhvern fullorðinn vita.  Þessi nútímahani kom hlaupandi að íbúðarhúsinu og lét mig vita í staðin fyrir reyna verja sitt bú.  En minnkurinn náði Gabriellu og særði.  Hún fékk verkjalyf og sýklalyf og er á gjörgæslu, líðan eftir atvikum.  Eins og eðlilegt er er ekki góð stemming í hænsnahúsinu.


Egg til sölu!

 Nú verður hægt að panta egg hjá mér og sækja í LITLU HÖNNUNARBÚÐINA við Strandgötu í Hafnarfirði.  Það skal tekið fram að þessi egg eru úr alveg sérstaklega hamingjusömum hænum.


Hundanudd

 Þá er allt komið á fullt eftir sumarfrí.  Skiptið kostar 3000kr og hægt að panta í síma 8620021, á nudd@hundarogkettir.is eða á facebooksíðunni.